1 4

My Store

Friendly Ladybug Premium Cloudy AIO

4.990 kr
Vsk er innifalinn

Cloudy AIO - bleyjan heitir einfaldlega Cloudy af því að hún er mjúk eins og ský. 

Einföld AIO bleyja með innrúlluðum teygjum utanum lærin sem minnkar líkurnar á rauðum förum um læri barnsins. Tilvalið fyrir nýbura og viðkvæma húð. 

Bleyjan hefur lágmarks rakadrægni sem hentar nýburum vel. Hægt er að bæta við innleggi eftir þörfum og kosturinn er sá að hægt er að nota þau innlegg sem til eru á heimilinu eða velja sjálfur það sem hentar best.

Minky efni hefur orðið vinsælla á markaðnum síðan árið 2019 og í dag eru mörg taubleyjumerki komin með þetta dásamlega mjúka efni í taubleyjurnar sínar. Við fögnum því að það sé komið á íslenskan markað með Noah Nappies

P.S. Með tvöfalda bambus og hemp innlegginu okkar ertu komin/n með algjöra næturbombu! Hér getur þú skoðað tvöfalda innleggið.

Pickup available at Noah Nappies

Usually ready in 24 hours

Vöruupplýsingar

  • Þvotta rútína: Skilaðu kúknum í klósettið og geymdu bleyjuna í blautpoka eða fötu/bala o.s.frv. Við mælum með köldu skoli til þess að byrja með. Eftir skolið ráðleggjum við heitt 40°-60° langt þvottaprógram. Fyrir almennar barnavörur dugar að þvo við 30°-40° í einföldum þvotti.

  • Þurrkari: Við ráðleggjum að taubleyjur séu hengdar upp til þerris þó þær megi fara á kalt prógram í þurrkaranum. Bambus muslin vörur & innlegg mega fara á heita stillingu í þurrakarnum. PUL vörur (blautpokar & skiptimottur) skulu hengjast upp.

  • Notist ekki við: Klór eða mýkingarefni. Krem sem innihalda sink minnka rakadrægni bleyjunnar þar sem sink er vatnsfráhindrandi. 
  • Ytra lag: Í Noah Nappies taubleyjum, blautpokum og skiptimottum er endurunnið 100% Polyurethane (PUL). Innleggin eru úr náttúrulegum efnum svo sem bambus terry blöndu eða hemp & bómullarblöndu.

  • Innra lag: Taubleyjurnar frá Noah Nappies hafa stay dry innra lag sem er 100% polyester, Award Wicking Jersey (AWJ). Cloudy AIO taubleyjan hefur ísaumað fjögurra laga bambus/terry innleggi.

  • Oeko-tex standard 100 certified and contain no harmful chemicals
  • Noah Nappies taubleyjurnar eru "one size" og eru hannaðar til þess að endast barninu þínu út bleyjutímabilið (öll börn eru þó misjöfn).

  • Bleyjurnar passa á börn frá 3,5kg - 18kg.

  • Fjórar stærðar stillingar eru í boði. Til þess að minnka bleyjuna er hægt að smella henni saman að framan.