Um okkur

Alexandra og Arna eru æskuvinkonur sem sameinuðu krafta sína í fyrirtækjareksti á Íslenska barnavörumerkinu Noah Nappies. Draumurinn var alltaf að stofna eitthvað saman en eftir að þær báðar urðu mæður fór boltinn að rúlla. Báðar hafa þær mikinn áhuga á umhverfisvænum lífsstíl, virðingarríku uppeldi og fallegum barnavörum. Noah Nappies fór fyrst í sölu í janúar 2023 og hefur stækkað ört síðan en vörumerkið er selt í Krónunni, Hagkaup og einstaka barnavöru verslunum.

Eftirspurnin hefur aukið mikið sl. ár þegar kemur að taubleyjum en grunngildi Noah Nappies var einfaldlega að gera taubleyjur aðgengilegri og sýnilegri fyrir Íslenska foreldra sem hefur svo sannarlega tekist með aðstoð frábærra taubleyjuverslana á landinu. Það er virkilega skemmtilegt og hvetjandi að fylgjast með samfélaginu taka vörumerkinu fagnandi en margt spennandi er í vændum.