Fastar hægðir eiga heima í klósettinu!
"úff... hvað gerir þú við kúkinn?" "Oj þarftu að pikka kúkinn úr bleyjunni?" "Það er miklu þægilegra að loka bara kúkableyjunni og henda henni í ruslið" Ofangreindar setningar eru ansi...
"úff... hvað gerir þú við kúkinn?" "Oj þarftu að pikka kúkinn úr bleyjunni?" "Það er miklu þægilegra að loka bara kúkableyjunni og henda henni í ruslið" Ofangreindar setningar eru ansi...
"úff... hvað gerir þú við kúkinn?"
"Oj þarftu að pikka kúkinn úr bleyjunni?"
"Það er miklu þægilegra að loka bara kúkableyjunni og henda henni í ruslið"
Ofangreindar setningar eru ansi algengar orðsendingar sem taubleyjuforeldrar fá að heyra annaðhvort við taubleyju upphaf og vangaveltur eða jafnvel í tíma og ótíma. Það er fullkomlega eðlilegt að fólk velti þessum hlutum fyrir sér og finnist þeir óspennandi, þ.e.a.s kúkur hér og kúkur þar. En við vildum hinsvegar koma með smá fræðslu um þennan umtalaða barnakúk sem leitar því miður allt of oft á rangan stað!
Vissir þú að hægðir eiga alltaf heima í klósettinu?
Vissir þú að fjarlægja á fastar hægðir úr einnota bleyjum í klósettið áður en einnota bleyjum er hent í ruslið?
Samkvæmt alþjóðalögum um hreinlæti, human waste eða mennskan úrgang, sýkingavarnir og smitsjúkdómavarnir koma þessar leiðbeiningar fram. Þetta kom okkur heldur betur á óvart því það tíðkast almennt að fólk sem kýs að nota einnota bleyjur loki þeim pakkfullum af hægðum og hendi í ruslið. Því telja margir taubleyjur vera vesen út af hægðum en í raun eru sömu reglur sem gilda yfir alla. Fróðleiksmoli dagsins!
https://www.cdc.gov/healthywater/pdf/hygiene/diapering-in-home-508c.pdf
Karfan þín er tóm
Byrjaðu að versla