Einstaki Jumbo blautpokinn!
Jumbo blautpokinn okkar er einn sinnar tegundar á markaðnum, eins og er! En við lögðum ástríðu í að hanna hann og hlökkum til að deila snilldinni með ykkur. Við báðar,...
Jumbo blautpokinn okkar er einn sinnar tegundar á markaðnum, eins og er! En við lögðum ástríðu í að hanna hann og hlökkum til að deila snilldinni með ykkur. Við báðar,...
Jumbo blautpokinn okkar er einn sinnar tegundar á markaðnum, eins og er! En við lögðum ástríðu í að hanna hann og hlökkum til að deila snilldinni með ykkur. Við báðar, Arna & Alexandra höfum reynslu af því að vera óléttar samhliða því að hafa barn í taubleyju. Á meðgöngu er ansi algengt að lyktarskynið okkar verður næmara og við báðar fundum heldur betur fyrir því. Skyndilega var taubleyju þvottarútínan ekki nógu góð, geymsla óhreinna taubleyja var óviðunandi og blautpokarnir sem við vorum að nota voru gjörsamlega gagnslausir! Mögulega ansi dramatískar hugsanir en þetta var staðan. Út frá þessu tímabili kom fyrsta hugmynd um jumbo blautpokann.
Jumbo blautpokinn er saumaður úr tvöföldu PUL efni sem kemur í veg fyrir að lykt smitist úr pokanum. Til þess að hægt sé að nýta hann undir nokkra daga af óhreinum taubleyjum ákváðum við að hafa hann í stærri kanntinum. Út frá því var einnig sú ákvörðun tekin að tvöfaldar smellur yrðu á sitthvorum hankanum svo efnið réði við þyngslin ef pokinn yrði hangandi líkt og við kjósum. Pokinn er með tvo YKK rennilása, annan á toppnum og hinn á botninum. Pælingin bakvið botnrennilásin er ansi djúp en við höfðum heyrt um vaxandi vinsældir af slíkum pokum en þeir voru ekki að heilla okkur nægilega. Lyktin af óhreinum taubleyjum er óboðinn gestur á okkar heimili og fannst okkur pokar með rennilása í botninn vera með auka “sauma” / op sem býður upp á að smá lykt slysist út fyrir pokann. Því hönnuðum við PUL flipa inní pokann sem leggst ofan á rennilásinn í botninum þegar hann er í notkun. Því bjuggum við til annan “varnarvegg” á að lykt slysist út fyrir pokann. Fyrir þá sem eiga eftir að kynnast snilldinni bakvið tvo rennilása á stórum blautpokum fyrir þvottahúsið er pælingin þessi; Þegar pokinn er orðinn fullur af t.d. Þriggja daga óhreinum taubleyjum er lyktin neðst í pokanum orðin ansi sterk og ákjósanlegt væri að geta troðið öllu inn í þvottavél á sem skilvirkastan hátt. Því er efri rennilásinn opnaður fyrst og toppurinn settur inn í vél. Þá snýr botninn út úr þvottavélinni sem er opnaður í kjölfarið og þvottavélahurðinni lokað. Þegar vélin fer af stað losna allar taubleyjurnar úr pokanum og við höfum hreinar hendur, glaðar að hafa sloppið við að tína gamlar óhreinar taubleyjur úr botni pokans. Tær snilld er það ekki?
Við mælum hiklaust með því að hvert heimili eigi tvo poka enda eru þeir alltaf í notkun, einn í þvotti og hinn að taka við nýjum óhreinum taubleyjum.
Karfan þín er tóm
Byrjaðu að versla