Allt um rakadrægni
Rakadrægni getur verið stór þáttur í ákvarðandatöku foreldra um notkun taubleyja. Efnin sem í boði eru geta verið ansi mörg með ólík nöfn en tegundir innleggja einnig. Því getur innbyrði...
Rakadrægni getur verið stór þáttur í ákvarðandatöku foreldra um notkun taubleyja. Efnin sem í boði eru geta verið ansi mörg með ólík nöfn en tegundir innleggja einnig. Því getur innbyrði...
Rakadrægni getur verið stór þáttur í ákvarðandatöku foreldra um notkun taubleyja. Efnin sem í boði eru geta verið ansi mörg með ólík nöfn en tegundir innleggja einnig. Því getur innbyrði eða rakadrægni taubleyja reynst mörgum yfirþyrmandi og jafnvel komið í veg fyrir það að viðkomandi taki á skarið og prófi taubleyjur. Við ætlum að kryfja efnin sem eru á bakvið rakadrægnina í taubleyjum, mismunandi eiginleika þeirra, kosti og galla. Röðun mismunandi innleggja verða einnig útskýrð, allt til þess að gera þín vegferð og ákvarðanataka sé sem einföldust þegar kemur að taubleyjulífinu.
Efnin sem tíðkast hvað mest í rakadrægninni eru míkrófiber, bambus, bómull og hemp.
Míkrófiber var ansi ríkjandi á taubleyjumarkaðnum fyrir nokkrum árum síðan en nú eru fleiri að hallast að náttúrulegu efnunum. Míkrófiber er gerviefni líkt og efni sem finnst oft í tuskum en það er einstaklega hratt að draga í sig raka sem var aðal ástæðan fyrir vinsældum efnisins á sínum tíma. Önnur ástæða var einnig hversu ódýrt þetta efni er. Þó míkrófiber sé hratt að draga vökva í sig þá halda trefjarnar ekki lengi í vökvann og geta ekki haldið miklu magni af þvagi í senn. Því þarf að skipta örar um bleyju og eru míkrófiber innlegg ekki kennd við góða nætur rakadrægni. Ókostir míkrófiber efnisins eru nokkrir að okkar mati en flest efni hafa sína kosti og galla. Efnið er ekki umhverfisvænt og má ekki liggja upp við húð barnsins vegna húðbruna hættu. Ef þú átt innlegg úr míkrófiber sem þú vilt nota þá mælum við með því að raða innlegginu alltaf efst því míkrófiber tekur hraðar við þvagi heldur en náttúruleg efni. Hafa þarf í huga að efnið má alls ekki liggja upp við húð barns.
Svona raðar þú innleggjum rétt eftir efni! Rakadrægasta efnið fer í botninn og svo koll af kolli → hemp → Bómull → bambus → Míkrófiber
Karfan þín er tóm
Byrjaðu að versla